Header image  
LEIGUÍBÚÐ Á HÚSAVÍK  
  
 
 
Íbúðin

Um er að ræða 116 m2 þriggja svefnherbergja íbúð á fyrstu hæð í fjölbýlishúsi.

Í stærsta svefnherberginu er 160 cm breitt rúm, í því næststærsta er 140 cm breitt rúm, og í því þriðja eru tvö 90 cm breið rúm (sem hægt er að setja saman). Hægt er að útvega barnarúm ef þörf er á. Sængur og koddar eru fyrir sex. Í stofunni er lítið sjónvarp og DVD spilari, einnig útvarp með geislaspilara. Eldhúsið er með ísskáp, uppþvottavél og örbylgjuofni. Þráðlaust internet er í íbúðinni.

Partí, reykingar og dýrahald er óheimilt í íbúðinni.

Sængurver, koddaver, lak og handklæði fylgja ekki með íbúðinni. Hægt er að fá sængurver, koddaver, lak og handklæði gegn 1.500 kr. aukagjaldi á mann.

Hægt er að fá þrif á íbúðina í lok dvalar fyrir 5.000 kr.